Vörnin lek og markvarslan engin

Einar Sverrisson var markahæstur með 8/2 mörk. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss tapaði sannfærandi gegn Aftureldingu í Olísdeild karla í handbolta í kvöld þegar liðin mættust í Mosfellsbæ.

Selfyssingar skoruðu fyrstu tvö mörkin en fljótlega datt botninn úr leik liðsins og eftir korter var staðan orðin 10-7 fyrir Aftureldingu. Selfoss náði að minnka muninn í eitt mark en þá bættu heimamenn í og staðan var 17-13 í hálfleik.

Leikurinn var í öruggum höndum Aftureldingar allan seinni hálfleikinn og munurinn varð mestur 11 mörk, 36-25. Selfyssingar réttu úr kútnum í lokin og skoruðu síðustu fjögur mörk leiksins en það var allt og seint af stað farið og lokatölur leiksins urðu 38-31.

Einar Sverrisson var markahæstur Selfyssinga með 9 mörk, Guðmundur Hólmar Helgason skoraði 7, Guðjón Baldur Ómarsson 4, Elvar Elí Hallgrímsson, Ísak Gústafsson, Atli Ævar Ingólfsson og Hannes Höskuldsson 2 og Sölvi Svavarsson, Sigurður Snær Sigurjónsson og Tryggvi Sigurberg Traustason skoruðu allir 1 mark.

Varnarleikur Selfyssinga var ekki burðugur á köflum og um leið fengu þeir enga markvörslu, Vilius Rasimas varði 4 skot og Jón Þórarinn Þorsteinsson 1.

Selfoss er 7. sæti deildarinnar með 9 stig en Afturelding er í 2. sæti með 14 stig.

Fyrri grein„Spenntur að sjá framfarirnar“
Næsta greinÞórsarar loksins komnir á blað