Willard skoraði í sínum fyrsta leik

Bjarni Jóhannsson býður Harley Willard velkominn á Selfoss. Ljósmynd/Selfoss fótbolti

Selfoss heimsótti KR í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu á KR-völlinn í dag.

KR komst yfir strax á 6. mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks.

Seinni hálfleikurinn var fjörugri, KR skoraði tvívegis á fyrsta korterinu og staðan orðin 3-0. Harley Willard minnkaði muninn fyrir Selfoss á 71. mínútu, nýkominn inná sem varamaður í sínum fyrsta leik fyrir félagið.

Það voru hins vegar KR-ingar sem áttu lokaorðið og þeir tryggðu sér 4-1 sigur fjórum mínútum fyrir leikslok.

Staðan í riðli-4 er þannig að KR er í toppsætinu með 9 stig en Selfoss í 6. sæti með 1 stig.

Fyrri greinSigri landað á síðustu stundu
Næsta greinStokkseyri, Uppsveitir og KFR töpuðu