Tveir Selfyssingar, Brynjólfur Ingvarsson og Davíð Arnar Pétursson, stóðust beltapróf og fengu svarta beltið í taekwondo sl. föstudag.
Brynjólfur og Davíð Arnar stóðust prófið með glans og því hefur taekwondodeild Umf. Selfoss nú þrjá svartbeltunga innan sinna raða. Davíð Arnar er aðeins 12 ára gamall og er hann yngsti taekwondo iðkandinn á Íslandi sem fær svarta beltið.
Davíð Arnar ber nú svokallað poom belti, sem er tvílitt, rautt og svart, en iðkendur yngri en 16 ára mega ekki bera svart belti fyrr en aldursárinu er náð.
Prófdómarar voru master Sigursteinn Snorrason 5. dan, Arnar Bragason formaður TKÍ, Þorri Þorsteinsson 3. dan og Meisam Rafiei 3. dan.