Ærslafullur farsi á sviðinu í Hveragerði

Næstkomandi laugardag frumsýnir Leikfélag Hveragerðis leikritið „Einn koss enn og ég segi ekki orð við Jónatan“ eftir Marc Camoletti en leikgerð og þýðing eftir Sigurð Atlason.

Leikstjóri er Ingrid Jónsdóttir.

Leikritið fjallar um Jónatan sem býr með þremur flugfreyjum, þeim Herdísi, Hafdísi og Hjördísi, sem allar vinna hjá sitthvoru flugfélaginu og koma heim á mismunandi tímum og vita ekki hver af annarri.

Á heimilinu er einnig heimilishjálpin Dísa. Hlutirnir fara svo að flækjast þegar Róbert vinur Jónatans kemur í heimsókn og fær að búa hjá honum nokkra daga. Leikritið er ærslafullur farsi þar sem einn kemur þá annar fer.

Nokkur þekkt sönglög eru flutt í leikritinu eins og t.d. Ég fell bara fyrir flugfreyjum, Rassmus, I want to brake free, Fly me to the moon og fleiri.

Leikarar eru Davíð Michelsen, Hjörtur Benediktsson, Hrafnhildur Faulk, Irma Lín Geirsdóttir, Hrefna Ósk Jónsdóttir og Elín Hrönn Jónsdóttir.

Fyrri greinOpinn fundur um málefni Ölfusárbrúar
Næsta grein30 milljón króna verkefnisstyrkur á Laugarvatn