Gullkistan, dvalarstaður fyrir skapandi fólk, hefur í samvinnu við ML sett aftur upp sýninguna „Það er allt fallegt“. Opið hús verður í Eyvindartungu í dag kl. 17-19.
Á sýningunni er um að ræða sex eftirprentanir á málverkum Þórarins B. Þorlákssonar sem hann málaði á Laugarvatni. Myndirnar eru á skiltum í kringum Héraðsskólann og munu þau standa í allt sumar.
Gullkistan verður með opið hús í dag 17. júní í vinnustofunni á Eyvindartungu frá klukkan 17:00 – 19:00 og í tilefni af sýningunni verður gestum á öllum aldri boðið að spreyta sig á því að mála málverk af Heklu. Efni í mynd kr. 2000 og aðstoð innifalin.