Þórður sýnir klukkur á bókasafninu

Þórður G. Árnason á Selfossi byrjaði að safna klukkum árið 2001, sú fyrsta var keypt í Prag og er meðfylgjandi mynd af Þórði og þeirri klukku.

Safnið telur nú orðið níu veggklukkur og þrjár borðklukkur nokkrar vekjaraklukkur, armbands-og vasaúr.

Þessir gripir verða á sýningu sem opnar í Bókasafni Árborgar á Selfossi miðvikudaginn 3. ágúst kl. 16:00.

Einnig er Þórður með á sýningunni síma sem hann hefur notað í vinnunni sinni sem byggingameistari og hefst á bílasaíma frá árinu 1993.

Sýningin stendur svo út ágúst.

Fyrri greinPrófkjör Pírata hefst í dag
Næsta grein„Draumurinn er að gera uppáhaldsmynd einhvers“