Í kvöld kl. 20 munu Guðmundur Andri Thorsson, Eyþór Árnason, Harpa Jónsdóttir og Andrés Eiríksson lesa úr verkum sínum á Sunnlenska bókakaffinu.
Guðmundur Andri Thorsson sendi nú í haust frá sér bókina Valeyrarvalsinn. Í sögunni segir frá fólki í þorpi einu. Sagan er raunar sextán sögur sagðar í einu. Spennandi bók sem hefur fengið góðar viðtökur.
Eyþór Árnason kvaddi sér hljóðs með ljóðabókinni Hundgá úr annarri sveit. Nú í haust kom út önnur ljóðbók hans sem nefnist Svo ég komi aftur að ágústmyrkrinu.
Harpa Jónsdóttir gaf á dögunum út bókina Eitt andartak í einu, en hún fjallar um unga ófríska stúlku í sjávarþorpi.
Andrés Eiríksson hefur unnið við ljóðaþýðingar og mun lesa þýðingar sínar.
Húsið opnar kl. 20:00 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.