120 Sunnlendingar sungu

Halldór Gunnar Pálsson, kórstjóri Fjallabræðra, er á hringferð um Ísland til að taka upp „Rödd Þjóðarinnar“ í lokakafla lagsins Ísland.

Halldór stoppaði á Hvolsvelli og Vík í gær og á Kirkjubæjarklaustri í morgun. Á síðunni þjóðlag.is kemur fram að upptökurnar hafi gengið vel en sextíu manns sungu á Hvolsvelli, tíu í Vík og fimmtíu á Klaustri.

Lagið er stórt og mikið og eru margir sem koma að flutningi þess, þ.á.m. Fjallabræður, hljómsveit Fjallabræðra, Unnur Birna Björnsdóttir og Lúðrasveit Vestmannaeyja.

Halldór Gunnar samdi lagið en textann samdi Jökull Jörgensen. Einsöng í laginu syngur Unnur Birna sem einnig kom að því að semja lagið. Unnur Birna á ættir sínar að rekja á Selfoss en faðir hennar er Björn Ólafsson, Bassi í Mánum.

Fyrri greinTap í síðasta leik Hamars
Næsta greinLandslagsfantasíur Ogga á bókasafninu