50 ár frá stofnun kórsins

Æfingar Skálholtskórsins hefjast í kvöld kl. 20. Æfingar fara fram í Skálholtsdómkirkju.

Mörg spennandi verkefni eru framundan. Kórinn stefnir m.a. á tónleika í vor ásamt tveimur öðrum kórum og hljómsveit þar sem flutt verður Gloría eftir Vívaldí og orgelmessa eftir Joseph Haydn. Á næsta ári fagnar kórinn 50 ára afmæli sínu en hann var stofnaður árið 1963 af dr. Róberti A. Ottósyni.

Þeir sem hafa áhuga á því að syngja með kórnum þennan spennandi söngvetur geta haft samband við stjórnanda kórsins Jón Bjarnason. netfangið: organisti@skalholt.is eða s. 691 8321.

Fyrri greinNýr skáli fluttur á Fimmvörðuháls
Næsta greinSafna aurum með áskorunum og fleiri góðum verkum