Laura Luck verður með listamannsspjall í máli og myndum í Listasafni Árnesinga í Hveragerði í dag kl. 17-18.
Laura Luck ólst upp í Ástralíu og lauk námi í ljósmyndun og menningarstjórnun en hefur verið búsett í Bretlandi síðast liðin sex ár. Þar hefur hún verið fengin til þess að vinna innsetningar fyrir stórar listahátíðir þar svo sem Gladstonbury og Secret Garden Party og verið með sýningar í Londoon, Kanada og á Ítalíu.
Laura hefur verið sýningarstjóri nokkurra samsýninga í Ástralíu og unnið stutta pólitíska teiknimynd um stríðið í Írak, sem hefur verið valin á kvikmyndahátíðir víða um heim. Hún hefur verið leiðandi listamaður í FigureGround sem eru samtök listamanna í Bretlandi sem fást við staðbunda listviðburði á almannafæri. Nú er hún að vinna verkefni ásamt félaga sínum fyrir heimabæ sinn Brisbane í Ástralíu. Verkefnið ber heitið Calling the Past (Hringt í fortíðina) og þar munu persónulegar sögur fólks verða hluta af landslaginu.
Laura mun segja frá því sem hún hefur fengist við síðastliðin ár, rekja feril sinn frá ljósmyndun að innsetningum og hljóðverkum og leiða okkur um ferð hennar frá Ástralíu, gegnum Ítalíu, Kanada, Bretland og að dvöl hannar í listamannaíbúðinni í Varmahlíð í Hveragerði.
Listamannsspjallið fer fram á ensku en líka í myndum sem varpað verður á vegg.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir