Hr. Eydís sendi frá sér nýja ábreiðu fyrir páskahelgina og mun hún eflaust hljóma á Græna hattinum á Akureyri í kvöld, en Hr. Eydís hefur lagt Græna undir sig um helgina.
Að þessu sinni er ábreiðan íslensk, en lagið hefur fengið að hljóma í öllum tónleikapartýjunum hljómsveitarinnar.
Lagið er Draumaprinsinn sem Ragnhildur Gísladóttir söng árið 1982 og er af plötunni Smámyndir með Magnúsi Eiríkssyni en Magnús samdi einmitt lagið. Lagið var einnig leikið í kvikmyndinni Okkar á milli og varð auðvitað eins og allir þekkja, alveg risastórt.
„Ég var á þessum tíma í Vesturbæjarskóla og Ragga Gísla var tónmenntakennarinn minn. Ég man hvað við öll í bekknum vorum stolt af henni og að hún væri kennarinn okkar… já, þetta var mjööög stórt,“ segir Örlygur Smári gítarleikari Hr. Eydís og brosir að ljúfri minningunni.