Í vikulegri fimmtudagskvöldgöngu í þjóðgarðinum á Þingvöllum í kvöld mun Bjarni Harðarson bókaútgefandi, og margt fleira, fjalla um Skarphéðinn Njálsson og kristnitökuna á Alþingi.
Yfirskrift göngunnar er Af rassgarnarendum merarinnar og meintri kristnitöku á Alþingi.
Gangan hefst klukkan 20:00 frá gestastofu þjóðgarðsins á Hakinu.
Aðgangur er ókeypis og öllum frjáls en gjaldtöku á bílastæði garðsins verður hætt frá klukkan 19:30 í tengslum við þennan viðburð.