Afmæli í Bókakaffinu

Sunnlenska bókakaffið á Selfossi fagnar 5 ára afmæli nk. laugardag kl. 14-18. Í tilefni af afmælinu gefur verslunin út tvær bækur.

Bókin Selfoss er ljósmyndabók eftir Gunnar Marel Hinriksson þar sem textar sem fjalla um bæjarfélagið spila saman við ljósmyndir höfundar.

Kanill er önnur ljóðabók skáldkonunnar Sigríðar Jónsdóttur í Arnarholti. Undirtitill þessarar bókar er ævintýri og örfá ljóð um kynlíf. Fyrri bók höfundar Einnar báru vatn var metsölubók fyrir jólin 2006.

Auk kynninga á nýju bókunum verður á staðnum einstök sölusýning á ævafornu prentverki, m.a. úr Hrappseyjarprenti, Hólaprenti og Leirá.

Kaffi og kleinur í boði hússins og allir velkomnir.

Fyrri grein„Innrás“ Dana á Selfoss og áhrif þeirra
Næsta greinSkógur sprettur upp af fræi