Áhugaverð sýning áhugaljósmyndara

Hópur áhugaljósmyndara í Rangárþingi eystra opnar ljósmyndasýningu í miðbæ Hvolsvallar við Félagsheimilið Hvol í dag.

Formleg opnun er kl. 14 en hópurinn, sem kallar sig 860+, heldur til á ljósmyndasíðunni Flickr.

Á sýningunni gefst gestum færi á að skoða fallegar og einstakar náttúru- og mannlífsmyndir úr sveitarfélaginu.

Myndirnar eru í stærðinni 100×70 sm og prentaðar á álplötur sem festar eru á trjástofna frá Tumastöðum. Það er svo sannarlega þess virði fyrir gesti og gangandi að taka á sig örlítinn krók til að skoða fallegar myndir úr fallegu umhverfi.

Sýningin er samvinnuverkefni ljósmyndaklúbbsins 860+, sveitarfélagsins Rangárþings eystra og Menningarráðs Suðurlands.

FLICKR síða hópsins.

Fyrri greinFræðsla um líffræðilega fjölbreytni
Næsta greinBættu ekki á sig blómum í Garðinum