Andrés málar Ingólfsfjall

Í tilefni af menningarhátíðinni Vor í Árborg mun Andrés Sigmundsson bakameistari frá Vestmannaeyjum opna sýningu á vatnslitamyndum í Hótel Selfossi í dag.

Þema sýningarinnar er Ingólfsfjall og ber sýningin yfirskriftina Óður til Fjallsins. Á sýningunni verða 40 vatnslitamyndir sem allar eru af Ingólfsfjalli.

Andrés tengist Selfossi sterkum böndum því hann bjó þar um árabil og starfaði sem bakarameistari hjá Brauðgerð KÁ.

Sýningin opnar kl. 18 í dag á 2. hæð Hótel Selfoss.

Fyrri greinViðsnúningur hjá Árborg
Næsta greinÞriðji presturinn á Selfoss