Anna Kristín Sigurðardóttir opnaði sýningu í Galleríinu undir stiganum í Þorlákshöfn síðastliðinn fimmtudag. Sýningin stendur út aprílmánuð.
Anna Kristín fæddist í Vestmannaeyjum árið 1965 og ólst þar upp fram að gosi. Þá bjó hún einnig þar í rúm 20 ár, eða frá 1997 til 2021 og sækir mikinn innblástur frá Eyjum. Heimaklettur er uppáhalds myndefnið hennar sem og og náttúran og fegurðin þar.
Anna notast aðallega við akrýl-málningu og blandaða tækni. Hún útskrifaðist af Listasviði FB og hefur sótt ýmis myndlistar námskeið, m.a. hjá Steinunni Einarsdóttur. Anna hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum en þetta er fyrsta einkasýning hennar í Þorlákshöfn.