Annállinn endurfluttur

Í dag kl. 14 verður endurfluttur Sunnlenskur annáll sem fram fór í beinni útsendingu á Suðurland fm á gamlársdag.

Þar komu fram fulltrúar nokkurra sveitafélaga á Suðurlandi auk þingmanna kjördæmisins og ritstjóra stærstu fjölmiðla héraðsins.

Einnig var opinberaður sigurvegari kosningar um Sunnlending ársins að mati hlustenda Suðurland fm, en það var Dagný Magnúsdóttir, listakona frá Þorlákshöfn sem hlaut flest atkvæði í kosningunni.

Umsjón þáttarins var í höndum Kjartans Björnssonar og Valdimars Bragasonar. Endurflutningurinn hefst kl. 14 og er Suðurland fm á bylgjulengd 96,3 og www.963.is á netinu.

Fyrri greinBinda vonir við verkefni einkaaðila
Næsta greinMikil hálka í uppsveitunum