Um Verslunarmannahelgina fer fram fjölskylduhátíðin Kotmót í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð en hún hefur verið haldin árlega í yfir 70 ár. Að venju er glæsileg dagskrá og fjöldi viðburða fyrir alla aldurshópa, s.s. tónleikar, samkomur, karnival og sérstaklega vönduð dagskrá fyrir börn og unglinga.
Í Kirkjulækjarkoti á og rekur Hvítasunnukirkirkjan á Íslandi einstakalega góða aðstöðu til hátíðahalda. Þar eru m.a. tveir samkomusalir sem taka 800 og 400 manns auk veitingaaðstöðu innandyra sem tekur hundruð manna í sæti. Svæðið er skógi vaxið og tjaldstæði góð.
Allir eru velkomnir á mótið hvort sem er að hluta eða heild. Aðgangur er ókeypis á alla viðburði en greitt er fyrir gistingu. Nánari upplýsingar má finna á www.kotmot.is.
