Tónlistarmaðurinn Árni Þór Guðjónsson lét gamlan draum rætast og var sjálfur í framlínunni á frábærum tónleikum í Midgard á Hvolsvelli um síðustu helgi.
Hljómsveitina skipuðu Steini Bjarka, Óskar Þormars, Róbert Dan og Helgi Georgs en ásamt þeim stigu Elísabeth Lind og Hreimur Örn Heimisson á stokk með Árna. Einn af hápunktum kvöldsins var síðan þegar synir Árna, Guðjón og Ársæll tóku sviðið með gamla manninum og spiluðu undir hjá honum.
Það var greinilegt að skemmtanaþörfin hjá fólki var uppsöfnuð, því það var fullt út úr dyrum og frábær stemning.
Okkar maður, Friðgeir Bergsteinsson, var að sjálfsögðu á svæðinu og myndaði herlegheitin.