Eftir mörg ár í bransanum hefur tónlistarmaðurinn Árni Þór Guðjónsson ákveðið að láta langþráðan draum rætast og henda í eina tónleika þar sem hann verður sjálfur í „frontinum“.
Tónleikarnir verða í Midgard á Hvolsvelli, laugardaginn 12. júní og hefjast kl. 21. Þar mun Árni Þór fara létt yfir ferilinn, leika lög sem hafa heillað hann í gegnum tíðina ásamt því að leyfa gestum að heyra eitthvað af hans eigin efni.
Hljómsveitin sem spilar með Árna er ekki af verri endanum en hana skipa Óskar Þormars á trommur, Helgi Georgs á hljómborð, Róbert Dan á bassa og Steini Bjarka á gítar.
Húsið opnar klukkan 20:00 og er miðaverð 3.000 krónur.