Bærinn semur við myndlistarfélagið

Samningur milli Hveragerðisbæjar og Myndlistarfélags Hveragerðis var undirritaður nú nýverið. Með samningnum veitir Hveragerðisbær félaginu rétt til afnota af lofti gamla Barnaskólans við Skólamörk.

Í staðinn mun Myndlistarfélag Hveragerðis sjá um sýningu eða uppákomu þrisvar á ári í tengslum við aðrar hátíðir í bænum eða samkvæmt nánara samkomulagi þar um.

Tilgangur samningsins er að efla menningarstarf í Hveragerði með því að beina stuðningi bæjarins við slíkt starf í einn farveg og auka um leið menningarstarf í bæjarfélaginu.

Myndlistarfélag Hveragerðis hefur það að markmiði að stuðla að fjölbreyttari menningu í Hveragerði og stuðla að því að gera starfsemina sýnilega fyrir íbúum Hveragerðisbæjar.

Fyrri greinEygló og Helga kvaddar
Næsta greinRáðist á mann í heimahúsi