Alþýðutónlistarhátíðin Bakkinn rennur sitt skeið í dag með nokkrum tónleikum á Eyrarbakka. Phia og Mez Medallion spila í kirkjunni kl. 12:40.
Hjalti Þorkelsson og Blágresi spila á Merkigili kl. 14:00 og Jakob Viðar og UniJon í Húsinu kl. 15:20. Kl. 16:40 spila Karítas og kallarnir og Jónína Aradóttir í kirkjunni.
Svavar Knútur slær síðan botninn í vel heppnaða hátíð með tónleikum í Sjóminjasafninu kl. 18:00.
Aðgangur er ókeypis á alla tónleikana en frjáls framlög eru vel þegin.