Þórdís Þórðardóttir hefur opnað sýninguna „Bara konur“ í Listagjánni í Bókasafni Árborgar á Selfossi. Sýningin í Listagjánni er opin í október á sama tíma og bókasafnið.
Þórdís Þórðardóttir er Árborgarbúi og hefur verið alla sína tíð. Hún hefur búið á Selfossi, Stokkseyri og Eyrarbakka. Hún hefur lagt stund á myndlist undanfarin 20 ár.
Þórdís er í Myndlistarfélagi Árnessýslu og hefur sótt mörg námskeið hjá ýmsum aðilum. Hún hefur einnig lagt stund á skartgripagerð og aðallega unnið úr silfri undanfarin fjögur ár og hafa gripirnir hennar hafa vakið verðskuldaða athygli.
Fyrir nokkrum árum fór Þórdís á námskeið hjá Ingu Hlöðversdóttur myndlistarkonu og má sjá áhrif hennar á þessari sýningu. Sýningin heitir „Bara konur“ og er tileinkuð Ingu og öllum konum veraldarinnar.
Þórdís er með vísi að galleríi heima hjá sér þar sem allir eru velkomnir og er síminn hjá henni 690 7324.
Allir hjartanlega velkomnir.