Á morgun, laugardaginn 11. maí kl. 15 munu tónlistarkonurnar Halla Dröfn Jónsdóttir, Pamela De Sensi og Elín Gunnlaugsdóttir vera með barnadagskrá í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi.
Þar munu þær m.a flytja nýleg lög við ljóð Þórarins Eldjárn. Börnin munu til dæmis kynnast þreytandi fiskiflugu og sjá marglitar flautur.
Eftir sjálfa dagskrána stendur Pamela De Sensi fyrir hljóðfærasmiðju, en þar læra börnin að búa til eigin hljóðfæri.
Þessi barnadagskrá er sett saman sérstaklega með leikskólabörn í huga og er liður í Vori í Árborg.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir.