Byggðasafn Árnesinga vekur athygli á nýjum og nýlegum sýningum sínum á Safnahelgi á Suðurlandi 2013. M.a. hefur verið komið upp sýningu í Beitningaskúrnum við Óðinshús.
Húsið á Eyrarbakka verður opið þar sem andi kaupmanna og faktora svífur yfir. Í Húsinu eru sýningar sem opnuðu vorið 2013, Ljósan á Bakkanum og Handritin alla leið heim.
Beitningaskúrinn við Óðinshús verður opnaður upp á gátt. Hann var byggður 1925 á blómaskeiði Vélbátaútgerðar á Eyrarbakka. Skúrinn var nýttur sem geymsla og saltfiskshús og voru aðgerðarstíur fyrir framan hann. En einnig var beitt í beitningaskúrnum þar sem beitt var í bala.
Beitningaskúrinn var gefin Sjóminjasafninu á Eyrarbakka árið 1991 og gerður upp. Útflattur bátur kom í ljós á vesturhlið skúrsins þegar bárujárnið var rifið af. Ákveðið var að hafa bátinn sem ystu klæðingu. Komið hefur verið upp sýningu í Beitningaskúrnum þar sem frásagnir þeirra sem þar unnu fá að njóta sín.
Húsið á Eyrarbakka og Beitningaskúrinn eru opin kl. 14-17 laugardaginn 2. nóvember og sunnudaginn 3. nóvember. Allir velkomnir og ókeypis aðgangur.