Beta, Elísabet Björgvinsdóttir, ætlar að syngja inn jólin fimmtudaginn 5. desember næstkomandi klukkan 19:00.
Tónleikarnir verða haldnir í Gömlu kartöflugeymslunni á Eyrarbakka. Hákon Kári og Ívar Dagur sjá um undirleik.
Miðasala fer fram við hurð eða með því að senda tölvupóst á info@au44.is, eða SMS í síma 8635518.
Öll velkomin í notalega jólastemningu.