Biskupsfrúasögur Hildar allar komnar út

Út er komið hjá Bókaútgáfunni Sæmundi seinna bindi Hildar Hákonardóttur, listakonu og rithöfundar, um líf biskupsfrúa á Skálholtsstað.

Fyrra bindi verksins kom út 2019 og spannaði fyrstu aldir sögunnar frá siðaskiptum. Hildur heldur hér áfram fróðlegri frásögn af biskupsmatrónum Skálholtsstaðar allt fram til þess er jarðeigandinn og stórhöfðinginn Valgerður Jónsdóttir yfirgefur Skálholt snemma á 19. öld.

Höfundur nýtir sér samtalsformið til að rekja sögu löngu genginna fyrirkvenna. Sögur sem faldar hafa verið í myrkviðum þöggunar og kynjamisréttis. Þrátt fyrir vakningu upplýsingaraldanna var áfram fjallað um konur og líf þeirra eins um væri að ræða meinlitla dýrategund sem deildi landi og kjörum með karlmönnunum. Frásögn Hildar gerir líf hinna löngu gengnu kvenna nákomið og ljóslifandi fyrir lesendum.

Í tilefni af útgáfunni býður Sæmundur nú bæði bindin á tilboðsverði, innpökkuð í snyrtilegt magabelti.

Fyrri grein74 nemendur í Grunnskólanum í Hveragerði í sóttkví
Næsta greinMissti meðvitund eftir fall