Bjarni les um Sigurð fót á Sögu

Í kvöld kl. 22 hefur göngu sína á Útvarpi Sögu ný útvarpssaga, Sigurðar saga fóts. Höfundurinn, Bjarni Harðarson, les.

Sigurðar saga fóts er íslensk riddarasaga úr samtímanum skrifuð undir rokkuðum takti meistara Megasar en texti hans og lag um Basil fursta leiðir söguna. Við sögu koma Fiddarnir dularfullu, glæpakvendið Stella, framsóknarklerkurinn séra Brynjólfur, mafíósinn Kex Wragadijp og hetjur viðskiptanna í byrjun 21. aldarinnar.

Söguhetjan Sigurður fótur veit sér alla vegi færa og að sérhver þeirra liggur fyrr eða síðar fram af bjargbrúninni. Eftir að þjóðin tekur þá trú að hann sé ríkur maður kaupir hann fyrir kurteisissakir stærsta banka landsins af frú forsætisráðherra.

Í sögulok leitar hetjan upprunans og hittir hetjur barnæskunnar fyrir í afskekktum dal langt handan við siðmenninguna.

Fyrri greinLaugdælir töpuðu á Egilsstöðum
Næsta greinMarkarfljót komið í „réttan“ farveg