Blóðugur viðburður á bókasafninu

Ljósmynd/Aðsend

Bókasafn Árborgar á Selfossi í samstarfi við Hið íslenska glæpafélag verða með blóðugan viðburð á safninu fimmtudaginn 16. janúar kl. 19:30.

Þá verður blásið til glæpasagnahátíðar en á gestalistanum eru meðal annarshöfundar tilnefndir til Blóðdropans, íslensku glæpasagnaverðlaunanna og Mafía Selfoss.

Foringi Hins íslenska glæpafélags, Ævar Örn Jósepsson, segir frá félaginu og starfi þess. Aðrir staðfestir gestir eru Eva Björg Ægisdóttir, Óskar Guðmundsson, Ragnheiður Gestsdóttir og Steindór Ívarsson.

Svívirðilegar veigar í boði og grimmúðleg stemning verður á safningu þetta kvöld. Viðburðurinn er hluti af dagskrá „Janoir“ í Bókasafni Árborgar á Selfossi.

Fyrri greinHanna Rún og Árni Björn íþróttafólk Rangárþings ytra 2024
Næsta greinPálína útnefnd samborgari ársins