Fimmtudaginn 12. nóvember kl. 18:00 koma tvær skáldkonur, Jenný Kolsöe og Ása Hafsteinsdóttir, í heimsókn á Bókasafnið á Selfossi.
Báðar eru þær að gefa út bækur hjá Bókabeitunni fyrir jólin. Önnur bókin er stórskemmtileg barnabók eftir Jenný Kolsöe, Amma óþekka, þar sem sótt er í arfinn okkar og hin er skálduð ferðasaga eftir Ásu Marín Hafsteinsdóttur, Vegur vindsins- boen camino, um konu sem gengur Jakobsveginn.
Allir eru hjartanlega velkomnir á þessa bókakynningu.