Miðvikudaginn 2. desember kl. 20 munu Borgardæturnar, Andrea Gylfadóttir, Berglind Björk Jónasdóttir og Ellen Kristjánsdóttir flytja jólalög úr ýmsum áttum í Listasafni Árnesinga í Hveragerði.
Með þeim verður einnig, líkt og frá upphafi, Eyþór Gunnarssyni sem leikur á píanó og fleiri hljóðfæri auk þess að útsetja lögin fyrir söngtríóið.
Söngtríóið Borgardætur kom fyrst fram á Hótel Borg á sumardaginn fyrsta 1993.
Stofnað var til samstarfsins í þeim tilgangi að setja saman dagskrá byggða á lögum hinna bandarísku Andrews systra. Dagskráin sló í gegn og næstu ár á eftir var tríóið áberandi í íslensku tónlistarlífi, hélt tónleika víða um land og gaf út þrjá geisladiska, Svo sannarlega (1993), Bitte nú (1995) og Jólaplötuna (2000).
Frá útkomu jólaplötunnar hafa Borgardætur haldið jólatónleika í desember sem er mörgum ómissandi aðdragandi jóla. Auk þess að syngja fallega þá er hópurinn einnig þekktur fyrir gamanmál og almenn skemmtilegheit.
Tónleikarnir hefjast kl. 20, aðgangur er kr. 2.500.- og húsið opnar kl. 19:30.