Bráðdrepandi og hlægilega fyndið verk á fjalirnar á Selfossi

Frá æfingu í leikhúsinu við Sigtún. Ljósmynd/Aðsend

Leikfélag Selfoss hefur hafið æfingar á gamanleikritinu Beint í æð eftir Ray Cooney í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar.

Verkið er bráðfyndið og drephlægilegt, eða „bráðdrepandi og hlægilega fyndið“ eins og leikstjórinn, Gunnar Björn Guðmundsson, mismælti sig á einni æfingunni.

Á sviðinu verða bæði þrautreyndir og glænýjir leikfélagar, og úrvalsfólk á bak við tjöldin.

„Við vildum endilega hefja leikárið með hlátri og gleði, það veitir ekki af eftir síðustu misseri,“ segir Guðný Lára Gunnarsdóttir, formaður leikfélagsins.

Það verður glatt á hjalla í sal litla leikhússins við Sigtún nú í haust en stefnt er á frumsýningu 29. október næstkomandi.

Fyrri greinMagnús ráðinn framkvæmdastjóri Landsmóts
Næsta greinFyrsti sigur Hamars