Brennuvargar í Gallerý Listaseli

Ljósmynd/Aðsend

Keramiksýningin Úr loganum er leirlistasýning sem Brennuvargar halda í Gallerý Listaseli á Selfossi í júnímánuði. Sýningin opnar í dag og stendur til 30. júní. L

istaverkin á sýningunni eru brennd með lifandi eldi. Brennuvargar eru félagasamtök sem notast við aldagamlar aðferðir við að brenna leir og vilja endurvekja aðferðirnar, kynna fyrir almenningi og þróa áfram. Opnunarhátíð verður í dag klukkan 15 og eru allir velkomnir.

Að sýningunni koma félagar úr Brennivörgum: Arnbjörg Drífa Káradóttir, Hafdís Brands, Hólmfríður Vídalín Arngrímsdóttir, Hrönn Walters, Ingibjörg Klemenz, Katrín V. Karlsdóttir, Ólöf Sæmundsdóttir, Steinunn Aldís Helgadóttir og Þórdís Sigfúsdóttir.

Ljósmynd/Aðsend
Fyrri greinLakið áfram hreint hjá Ægismönnum
Næsta greinEruð þið ánægð ef þið megið spyrja um eitthvað?