Hin árlega Bryggjuhátíð „Brú til brottfluttra“ verður haldin um næstu helgi, 18. til 20. júlí á Stokkseyri. Í ár fara hátíðarhaldarar aftur til upphafsins í dagskrá hátíðarinnar og setja upp þriggja daga veislu á Stokkseyri.
Hátíðarkvöldið er á föstudeginum en þá er kvöldvaka við bryggjuna með barnaskemmtun, setningu og brennu. Fjölmargt er í boði alla helgina og má til dæmis nefna PollaPönk og Sirkus Íslands á laugardeginum kl. 11:00.
Tívolí verður á staðnum eftir hádegi sama dag sem og er hægt að skoða sjúkra-, lögreglu- og slökkvibíla, fara á hestbak eða taka þátt í fjölþraut á íþróttavellinum.
Um kvöldin eru dansleikir á Draugabarnum. Í tengslum við hátíðina er einnig fyrirtæki, sýningarsalir og söfn opin.