Bryggjuhátíðin um helgina

Frá Bryggjuhátíðinni í fyrrasumar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hin árlega Bryggjuhátíð Stokkseyrar verður sett á Stokkseyrarbryggju í kvöld. Á kvöldvökunni í kvöld verður bryggjusöngur undir stjórn Ingvars Valgeirs úr hljómsveitinni Swiss og hann mun að því loknu halda uppi stuðinu á balli á Draugabarnum.

Listafólk mun opna vinnustofur sínar alla helgina, Heiðarblómi og Brimrót bjóða fólk velkomið, á Veiðisafninu verður frítt inn fyrir 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum og frítt verður í sund fyrir 17 ára og yngri, svo fátt eitt sé nefnt.

Á laugardag verður Leikhópurinn Lotta á ferðinni, boðið verður upp á rúlluskautafjör, hringekju og hoppukastala auk þess sem fornbílar verða á ferðinni.

Dagskrá Bryggjuhátíðar

Fyrri greinMeð vængjaþyt og söng
Næsta greinMeð eitt stig til baka eftir Suðurstrandarveginum