Bryndís sýnir ljósmyndir í Listagjánni

Sumar á Selfossi hefst á „menningarlegum miðvikudegi“. Í Listagjánni í Bókasafninu á Selfossi verður opnuð sýning Bryndísar Arnardóttur á ljósmyndum hennar af sundfólki í íþróttafélaginu Suðra.

Bryndís er íþróttakennari að mennt en fór í ljósmyndanám í Ljósmyndaskólanum og er að ljúka því. Myndefnið hennar sameinar bæði áhugamálin, íþróttir og ljósmyndun, ljósmyndirnar eru allar teknar í sundlauginni á Selfossi. Sýningin ber heitið „Gleði“ og er fyrsta einkasýning Bryndísar.

Ungmennaráð Árborgar stendur fyrir sýningu uppi á safninu þar sem ungt fólk verður með trönurnar sínar yfir helgina og sýna afrakstur vinnu sinnar.

Gestum er boðið upp á kaffi og poppkorn í tilefni dagsins.

Fyrri greinTíu sóttu um forstjórastöðu á HSu
Næsta greinKristjana og Ragnheiður með tónleika í Tryggvaskála