Caput ríður á vaðið þessa vikuna á Sumartónleikum í Skálholti með tónleikum með yfirskriftina Tristía í kvöld, fimmtudaginn 24. júlí kl. 20.
Hópurinn flytur verk eftir Hafliða Hallgrímsson, Huga Guðmunsddon og Þorkel Sigurbjörnsson. Tónleikarnir verða endurteknir laugardaginn 26. júlí kl. 17.
Með Caput kemur kammerkórinn Hljómeyki fram ásamt Tui Hirv, sópran. Að þessu sinni eru meðlimir Caputs Kolbeinn Bjarnason, flautuleikari, Pétur Jónasson, gítarleikari, Guðrún Óskarsdóttir, semballeikari, Þóra Margrét Sveinsdóttir, víóluleikari og Sigurður Halldórsson, sellóleikari.