Dagstund með Mozart í Hlöðunni

Ljósmynd/Aðsend

Sunnudaginn 8. september kl. 15:00 leika Rut Ingólfsdóttir og vinir hennar gullfalleg kammerverk eftir Wolfgang Amadeus Mozart í Hlöðunni að Kvoslæk í Fljótshlíð.

Rut leikur bæði á fiðlu og víólu á tónleikunum og ásamt henni koma fram þau Matthías Birgir Nardeau, óbóleikari, Jósef Ognibene, hornleikari, Richard Simm, píanóleikari, Júlíana E. Kjartansdóttir á fiðlu, Svava Bernharðsdóttir á víólu og Sigurður Halldórsson á selló.

Aðgangseyrir er 2000 krónur og boðið upp á kaffi í hléi. Þetta er síðasti viðburðurinn í Hlöðunni að Kvoslæk í sumar.

Fyrri greinGöngum í skólann hefst 4. september
Næsta greinLokað milli Faxabrautar og Nesbrautar