Föstudaginn 26. febrúar kl. 20:00 verður japanski tónlistarmaðurinn, Daisuke Tanabe, með tónleika á lofti Gamla-bankans við Austurveg á Selfossi.
Tanabe spilar sína eigin raftónlist sem er blanda af hiphop, elektrónískri, þjóðlaga og jazz tónlist og hefur hann fengið sérstakt lof fyrri sína túlkun og framsetningu. Hann bjó í nokkur ár í London og samdi m.a. tónlist fyrir Gilles Peterson og Zero DB, sem eru með þeim þekktari á þessu sviði í Bretlandi.
Í þessarri stuttri heimsókn hans til Íslands þá mun Tanabe þessa sömu helgi líka spila á Græna Hattinum á Akureyri og á Mengi í Reykjavik.
Á undan tónleikunum í Gamla-bankanum mun tónlistarmaðurinn Valdimar Garðar Guðmundsson flytja nokkur af sínum lögum.
Aðgangseyrir er 2500 kr og húsið opnar kl. 19:30. Þeir sem vilja tryggja sér miða geta hringt í 894-1275 eða sent tölvupóst á fischersetur@gmail.com