Mogens Dahl Kammerkór frá Danmörku heldur kórtónleika í kvöld, föstudagskvöld, í Skálholtsdómkirkju.
Tónleikarnir eru liður í tónleikaferð kórsins um norðurlöndin. Á efnisskránni er eingöngu norræn kórtónlist og meðal annars verk eftir Hauk Tómasson.
Mogens Dahl Kammerkór var stofnaður árið 2005 af stjórnanda sínum Mogens Dahl og er skipaður úrvals söngvurum sem allir eru menntaðir atvinnusöngvarar. Kórinn hefur getið sér mjög gott orð og fengið afar góða dóma fyrir fjölda hljóðrita og tónleika.
Tónleikarnir í Skálholtsdómkirkju hefjast kl. 20:30. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.