Í dag kl. 17.00, heldur Herfølgekoret frá Danmörku tónleika í Skálholtsdómkirkju.
Um þessar mundir heldur kórinn upp á 35 ára starfsafmæli sitt og af því tilefni var ákveðið að heimsækja Ísland.
Á efnisskránni er úrval kórtónlistar úr ýmsum áttum, m.a. Deutsche Messe eftir Schubert, Ave verum corpus eftir Mozart, Locus iste eftir Bruckner, Sicut cervus eftir Palestrina, Det dufter lysegrønt af græs eftir Ahlén o.fl. Þá hafa þau á efnisskránni dönsk og íslensk lög.
Stjórnandi er Nikolaj Andersen en formaður kórsins er Bent Larsen.
Aðgangur er ókeypis.