Hin árlega djasshátíð, Jazz undir fjöllum, verður haldin í Skógum undir Eyjafjöllum í sjöunda sinn í dag, laugardag.
Hátíðin hefst í Skógakaffi þar sem boðið verður upp á lifandi dagskrá milli 13 og 17. Þar koma fram Tríó Sigurðar Flosasonar, Kvartett Andrésar Þórs, Kvartett Kjartans Valdemarssonar og Dúó Sigurðar og Kjartans.
Aðaltónleikar hátíðarinnar fara síðan fram í félagsheimilinu Fossbúð í kvöld. Ragnheiður Gröndal og Egill Ólafsson syngja þar lög Sigurðar Flosasonar við ljóð Aðalsteins Ásberg Sigurðssonar. Hljóðfæraleikarar með söngvurunum verða þeir Sigurður Flosason, Kjartan Valdimarsson og Matthías Hemstock.