Djassinn dunar í dag

Rebekka Blöndal.

Djazzinn dunar við Tryggvaskála á Selfossi í dag, laugardag kl. 15 þegar tríó Rebekku Blöndal mætir á svæðið. Frítt er á viðburðinn.

Rebekka sem hefur getið sér einstaklega gott orð innan djazz-senunar hérlendis sem og erlendis. Með henni verður á píanó hinn einstaki Steingrímur Teague og hinn frábæri Birgir Steinn á kontrabassa.

Á efnisskránni verða bebop og jazz standardar sem eru sjaldsungnir, eitthvað smá franskt og svo frumsamið! Sannkallaður jazzkokteill að hætti hússins!

Viðburðurinn er í boði CCEP, Tryggvaskála, Sub ehf og SASS.

Fyrri greinHamar vann toppslaginn
Næsta greinHálendisböðin opna um helgina