Í dag kl. 16 verður leikritið Blótgoðar sýnt í Sögusetrinu á Hvolsvelli.
Blótgoðar er uppistands-einleikur eftir Þór Tulinius leikara sem jafnframt leikur öll hlutverkin. Leikstjóri er Peter Engkvist. Verkið hefur verið sýnt fyrir fullu húsi í Landnámssetrinu í Borgarnesi frá því í haust, en aðeins þessi eina sýning verður á Suðurlandi.
Í verkinu er með spaugsömum hætti tæpt á ýmsum álitamálum sögualdar og nýju ljósi varpað á kristnitökuna og hinn forna átrúnað.
Sýningin hlaut einróma lof gagnrýnenda: „Kitlar hláturtaugarnar svo undan verkjar“ – „skemmtileg og áhorfendur dilluðu sér af hlátri“ segir m.a. í umsögnum þeirra.
Aðgangseyrir er 3.500,- krónur og miðar eru seldir við innganginn.