Dröfn Þorvaldsdóttir, Kvistholti í Laugarási, heldur fyrstu einkasýningu á verkum sínum í Oddsstofu í Skálholtsbúðum helgina 15. til 16. október, næstkomandi.
Sýningin verður opin frá kl. 12:00 til 16:00 báða dagana.
Á sýningunni eru verk sem Dröfn hefur unnið að frá árinu 2010, að stærstum hluta akrylmyndir, en einnig verk unnin í leir og á bolla. Hrosshár koma talsvert við sögu í verkunum. Dröfn er að mestu sjálfmenntuð í listsköpun en hefur sótt námskeið bæði hérlendis og Danmörku.
Dröfn, sem er leikskólakennari að mennt, fagnar stórafmæli á þessu ári og eru þau tímamót ekki síst tilefni sýningarinnar. Hún hefur búið í Biskupstungum frá 1979, þar af í Laugarási frá 1984.