Byggðasafn Árnesinga opnar sýninguna Dulúð í Selvogi í Húsinu á Eyrarbakka á alþjóðlega safnadeginum miðvikudaginn 18. maí næstkomandi kl. 18.
Á sýningunni er fjallað um töfra Selvogs í munum, máli og myndum. Fjallað er um landið og fólkið en ýmsir merkir munir úr Selvogi fá að njóta sín.
Sýningin er opin alla daga til 30. september.