Myndlistarmaðurinn Elfar Guðni sýnir í Listagjánni í Bókasafni Árborgar á Selfossi í nóvember og desember.
Allar myndirnar eru óstaðsettar hugmyndir málaðar með acryl á masonitt, hafið, strandlengjan, húsin, bátarnir, áhrifin frá veðrinu og þorpin milli hafs og himins, allt þetta er mér hugleikið í mínu myndefni, segir Elfar Guðni, sem á að baki myndlistarnám í lífsins skóla til margra ára.
Allir eru velkomnir á sýninguna í Listagjánni sem stendur yfir í nóvember og desember á opnunartíma bókasafnsins. Elfar er með vinnustofu í Menningarverstöðinni að Hafnargötu 9, Stokkseyri, sími: 861-1733.