Skáldkonan Elísabet Kristín Jökulsdóttir les upp á Bókamarkaðinum í Hveragerði næstkomandi laugardag klukkan 14. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Elísabet hlaut fyrr á árinu Fjöruverðlaunin fyrir bók sína Enginn dans við Ufsaklett sem er 21. bók höfundar.
Bókamarkaðurinn að Austurmörk í Hveragerði er opinn allar helgar frá föstudegi til sunnudags 12-18. Þar er að finna þúsundir titla á lágu verði, bæði notaðar bækur og nýjar.
Öll helstu bókaforlög landsins eru þátttakendur í markaðnum en það eru Bókabæirnir austanfjalls sem hafa veg og vanda að framkvæmdinni.