Endur(á)lit unga fólksins í Húsinu

Verkin á sýningunni eru mjög áhugaverð og vöktu mikla athygli gesta. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Fjölmenni var við opnun sýningarinnar Endur(á)lit í Byggðasafni Árnesinga, sem opnuð var í borðstofu Hússins á Eyrarbakka í dag.

Sýningin er unnin í samstarfi við öflugan nemendahóp vorannar í grafískri miðlun í Fjölbrautaskóla Suðurlands og Ágústu Ragnarsdóttir, kennara þeirra.

Ragnhildur Elísabet Sigfúsdóttir, safnvörður, ávarpaði gesti við sýningaropnunina. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Á sýningunni eru áróðursveggspjöld eftir sautján nemendur en ferskar hugmyndir og orka endurspeglast í verkum unga fólksins, sem vöktu mörg hver mikla athygli sýningargesta.

Sýningin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurlands og verður opin fram í maí.

Ágústa Ragnarsdóttir, kennari í grafískri miðlun, fór yfir ferlið frá hugmynd að sýningu. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Fyrri greinHamar/Þór sópaði Selfyssingum í sumarfrí
Næsta greinÞjónustusamningur við björgunarfélagið endurnýjaður