Á þessu ári eru 110 ár liðin frá því að Hraungerðiskirkja var vígð. Hraungerði á sér merka sögu sem unnt væri að rekja í löngu máli.
Sé litið til hinna síðari áratuga bregður t.d. fyrir Hraungerðismótunum og svo brautryðjendastarfi áhugasamra presta um helgisiðafræði og hina sístæðu messu.
Í framhaldi þeirrar vinnu var kórhluta kirkjunnar breytt fyrir rúmlega sjötíu árum. Þær breytingar voru gerðar af góðum hug og hugsjón en litlum efnum. Því varð ljóst að laga þyrfti innviði kirkjunnar.
Það hefur nú verið gert af miklum myndarskap undir leiðsögn Hjörleifs Stefánssonar arkitekts og verður þeim áfanga fagnað í messu í dag, sunnudaginn 3. júní kl. 13:30.